Stærðfræðikeppni grunnskóla

Miðvikudaginn 16. mars var stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi haldin í FSu.  Þátt tóku 49 nemendur í 8.-10. bekk frá 10 grunnskólum víðs vegar af Suðurlandi.  Keppni þessi er haldin í samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlands og styrkt af nokkrum fyrirtækjum á svæðinu.  Verkefnin sem notuð eru í keppninni koma frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og eru lögð fyrir víða á Reykjavíkursvæðinu á sama tíma. Í keppni 8. bekkja sigraði Guðjón Helgi Auðunsson Grsk. Hveragerði, í 9. bekk Karólína Ursula Guðnason Grsk. Hveragerði og í 10. bekk Garðar Guðmundsson Grsk. Bláskógabyggðar.