Spánarferð - mannkostamenntun

Hópur nemenda og kennara fóru til Spánar í haust vegna Erasmus+ verkefnis.
Hópur nemenda og kennara fóru til Spánar í haust vegna Erasmus+ verkefnis.

Síðastliðið ár hefur skólinn tekið þátt í Erasmus+ verkefni í samstarfi við skóla í Þýskalandi, Portúgal og Spáni. Verkefnið heitir Character matters – virtues and values og snýr að því að vinna með mannkostamenntun (character education) með því að kenna dyggðir. Vinna nemendur hver í sínum skóla fjölbreytt verkefni sem tengjast þessu. Í nóvember fór hópur út til Castellion de la Plana á austurströnd Spánar og var ætlunin að vinna með íþróttir og dyggðir. Dyggðirnar sem unnið var með í þessari ferð voru þrautseigja og gleði. Fóru tveir kennarar og fimm nemendur í þessa ferð sem stóð yfir í viku og var þetta góð reynsla fyrir nemendur að kynnast lifnaðarháttum jafnaldra sinna á meginlandinu þar sem þau bjuggu inni á heimilum samnemenda sinna. Hérna er fylgir frásögn þeirra nemenda sem fóru í þessa ferð: „Við sátum svo sannarlega ekki auðum höndum þessa viku út á Spáni. Mikið var lagt út í flotta dagskrá og að sýna okkur raunverulega Spán að innan sem að utan. Við fengum smá forskot á sæluna þar sem við komum degi fyrr en allir aðrir og við fórum í allsherjar hjólatúr um Valencia, heimkynni Agua de Valencia, sem er víst drykkur sem á ekkert skylt við venjulegt vatn.

Við byrjuðum á því að skoða skólann snemma á mánudagsmorgun og kynnast lærdómi þeirra og skóla menningu, svo heilsuðum við formlega upp á hina ferðafélaga okkar frá Portúgal og Þýskalandi. En við höfðum öll farið ein heim með spænsku host-nemendunum okkar og fjölskyldum þeirra á sunnudagskvöldi og skoðað nýju heimkynnin.  Það var smá stress yfir því að skilja við hópinn en það fór um leið og fjölskyldurnar tóku á móti okkur. Dagurinn fór svo í að skoða heimabæinn Castellon í ratleik og kynnast krökkunum í keilu um kvöldið.

Við höfðum öll hlakkað mikið til þriðjudags, en við fórum á seglbát og fengum að sigla á kajak í höfninni í sól og sumaryl. Eftir það var keppt í strandblaki. Jafn ólíklegt og það hljómar þá vorum það við og Þjóðverjarnir sem kepptum um sigursætið í strandblaki í hádeginu. Það var svo ekkert verið að stoppa of lengi heima eftir að formlega dagskráin lauk því host-nemendurnir okkar og þýsku-krakkarnir voru búnir að plana kvöldmat á kínversku hlaðborði í bænum. Það var á meðan Emilía og hennar host spókuðu sig um í tívolíinu.

Á miðvikudaginn urðum við svo aðeins túristalegri og fengum leiðsögn um kastala þar sem atriði úr Game of Thrones höfðu verið tekin upp. Kastalinn og allar byggingarnar voru virkilega fallegar og eru staðsettar á gullfallegri eyju rétt fyrir utan Peniscola. Nokkrum vitleysingum þótti nafnið meira heillandi en eyjan.

Næst seinasti dagurinn fór svo í sædýrasafnið í Valencia. Þá voru nokkrir farnir að sakna sósunnar á samlokunnar sínar og að geta borðað eftir sinni hentisemi en Spánverjar borða þurru samlokurnar sínar einungis á matmálstímum. Þar vippuðum við líka upp spilunum og spiluðum saman UNO í matarhléinu og reyndum að læra mismunandi heimsreglurnar jafnóðum. Alþjóðlegt spil sem enginn spilar eins. Seinna um kvöldið hittumst við svo aftur og reyndum á takmarkaða kunnáttu okkar í lasertag.

Seinasti dagurinn var svo kallaður menningardagur og fór hann í að læra sérstakar boltaíþróttir frá Valencia og að elda frægu kanínu paelluna þeirra í góða veðrinu. Dagur fór á kostum þar og á framtíðina fyrir sér í almenningsgarðs matreiðslu.

Þetta var ótrúleg ferð og frábær lífsreynsla. Aðal áherslupunktar verkefnisins voru gleði og þrautseigja og við unnum mikið með það. Svona ferð styrkir karekterinn og eflir sjálfstæði á svo marga vegu. Við fengum þau forréttindi að heimsækja Spán og lifa eins og spænskir jafnaldrar okkar úti og kynnast öðrum menningarheim. En besta forvörnin gegn fordómum og lokuðum hugsunarhátt er nákvæmlega að heimssækja og kynnast nýju fólki og skoða heimin út frá fleiri sjónarhornum til að skilja menningu og heitil þess að vinna gegn fordómum og staðalímyndum. Ekkert nema elskulegt fólk sem tók á móti okkur og gerði þessa ferð ógleymanlega og lærdómsríka, fyrir það erum við einkar þakklát. Takk kærlega fyrir okkur.“

Íris, Emilía, Hákon, Birna og Dagur