Spakir spilamenn

Um helgina var fyrri einvígisleikur ársins í bridgekeppni Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna, sveitar starfsmanna í FSu, háður  í Grímsnesinu.    Örlítið hallar á Flóamenn eftir þennan fyrri hluta en til gamans má geta að eftir 43 einvígisleiki og 1376 spil er staðan sú að Flóamenn hafa skorað 3571 impa en Hyskið 3572.  Í vinningsstigum hefur Hyskið 635 stig en þeir Tapsáru 636.    Það er því óútkljáð mál hvort liðið er betra og horfa menn fram á að einvígið muni dragast langt inn á öldina.  Á myndinni hér til hliðar má sjá þá er tóku þátt í þessum einvígisleik.