Spænsk menningarreisa

Hressir nemendur úr spænsku 503 fóru nýverið í menningarreisu til höfuðborgarinnar. Þar var stiginn spænskur Flamenco dans í Kramhúsinu, horft á kvikmynd frá Úrúgvæ og snæddur alvöru mexíkanskur matur. Þessi mynd er tekin í dansstúdíóinu, af þreyttum en sælum dönsurum að lokinni kennslustund, en Minerva Iglesias frá Málaga í Andalúsíu, Suður-Spáni, sá um kennsluna. Í flamenco dansi ganga herramennirnir í hringi eins og sperrtir hanar, en dömurnar sýna þokkafyllri tilburði með mjúkum handarhreyfingum. Nemendur fengu sérstakt hrós frá Minervu, en einnig gerðu menn sérlega góðan róm að tígulegum limaburði spænskukennarans.