Sölvi á kennarafundi

Á kennarafundi föstudaginn 11. september flutti Sölvi Sveinsson, verkefnisstjóri í menntamálaráðuneyti, erindi um innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla sem eiga að koma til fullra framkvæmda 2011. Samkvæmt þeim er skólunum uppálagt að semja sínar námskrár og skipuleggja eigin námsbrautir. Komu fram hjá Sölva ýmsar gagnlegar ábendingar varðandi þessi viðamiklu verkefni.