Smart sýning

Þverfaglega sýningin SMART, samstarfsverkefni nemenda og kennara í áföngunum HÖNN2FH05 og STÆR2TT05 tókst ótrúlega vel, en þar mættust nemendur á námsstefnumóti tölvustærðfræði og hönnunar í sal skólans.

Kom í ljós að sennilega er vonlaust að hanna sér hluti án þess að kunna eitthvað fyrir sér í stærðfræði og að gagnlegt sé fyrir stærðfræðinema að tengja fræðin við snertanlega hluti í þrívídd.

Hér með sjáið þið m.a. hvernig nemendur í tölvuvæddri stærðfræði vörpuðu eigin geometrisku mynstri á prufuflíkur hönnunarnemenda. Kennarar eru Helga Jóhannesdóttir og Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir.

Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans.