Skólinn kominn af stað
21.08.2015
Nemendur og starfsfólk eru mætt til starfa og kennsla farin á fullt skrið. Allir þurfa að aðlagast breytingum, en ný námsskrá hefur tekið gildi sem felur í sér breytt heiti áfanga og breytta uppröðun náms. Einnig hefur eyktarskipan verið breytt frá því sem var með breyttri lengd kennslustunda. Spennandi verður að fylgjast með þróun námsskrárinnar næstu árin. Hún býður upp á möguleika á styttra námi til stúdentsprófs, fjölbreyttari einstaklingsmiðaðri námsleiðum og áfangaframboði.
