Skóli án aðgreiningar

Fjórir starfsmenn skólans, þær Hulda Finnlaugsdóttir, Guðríður Egilsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Jóna Ingvarsdóttir, sóttu ráðstefnu um skóla án aðgreiningar sem haldin var fimmtudaginn 19. nóvember. Markmið ráðstefnunnar var að ígrunda skólastefnuna ,,skóli án aðgreiningar" og reynslu  kennara og annars starfsfólks skólanna.

Sem dæmi um fyrirlestra má nefna „Starfsfólkið: lykill að framtíð nemenda skóla margbreytileikans?" (Hrund Logadóttir doktosnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands), „Sérfræðiþjónusta við skóla: Einstaklingsmiðuð greiningarárátta?" (Þorgeir Magnússon, sálfræðingur og deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Árbæjar  og Grafarholts), og „Skóli án aðgreiningar og áherslur í kennaramenntun" (Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands).