Skólastarfið vegið og metið

Miðvikudaginn 6. apríl var unnið að sjálfsmati í fundatíma. Að þessu sinni var fulltrúum nemenda gefinn kostur á að taka þátt í matinu. Skólinn notast sem kunnugt er við skoskt sjálfsmatskerfi sem heitir “How good is your school” eða ,,Gæðagreinar” á íslensku. Að þessu sinni svöruðu starfshópar ýmsum spurningum um skólastarfið og gáfu þáttum þess einkunnir eftir ákveðnu kerfi. Umsjónarmenn sjálfsmatsins leggjast síðan yfir niðurstöður, draga fram styrk og veikleika og vinna að breytingum þar sem þeirra er þörf.