Skólahald hefst á ný í staðkennslu 3. nóvember

Skólinn opnar á ný miðvikudaginn 3. nóvember og hefst kennsla samkæmt stundaskrá.

Covid-veikt fólk þarf að halda sig heima út vikuna.

Til að skólastarf gangi sem öruggast þarf að gera eftirfarandi:

  1. Bera grímur allan daginn í öllum rýmum nema rétt á meðan matast er. Grímur má fá á skrifstofu.
  2. Spritta hendur eins oft og þurfa þykir, oftar en ekki. Fyllt hefur verið á brúsa í öllum húsum. 
  3. Vera heima ef þú finnur fyrir flensueinkennum, panta tíma í skimun og mæta í skólann þegar niðurstaða er fengin og hún reynist neikvæð. Fylgjast með í Innu á meðan beðið er niðurstöðu.
  4. Fara gætilega á mannamótum.

Takist okkur að fylgja þessum reglum náum við vonandi að halda staðbundinni kennslu út önnina en á morgun er nákvæmlega einn mánuður til lokakennsludags haustannar.

Við erum saman í þessu verkefni og ef einhver gleymir sér þá minnir næsti maður viðkomandi á að viðhalda þessum fjórum þáttum við lýði.

Gangi okkur öllum vel