Skipulag loka vorannar

Nú liggur fyrir skipulag loka vorannar frá og með mánudeginum 4. maí og miðast þær við þær takmarkanir og reglur sem gefnar hafa verið út af yfirvöldum. Skólanum hefur verið skipt niður í hólf sem miðast við  þær fjöldatakmarkanir sem gilda.

Áhersla verður lögð á að gefa nemendum tækifæri á að ljúka námi í verklegum greinum dagana 4. – 20 maí og munu kennarar einstakra greina senda út tilhögun náms í verklegum greinum, hvar og hvenær nemendur eiga að mæta.

Langflestum bóklegum greinum verður lokið í fjarnámi, nema kennarar tilgreini annað og boða þeir þá nemendur til sín á ákveðnum tímum.

Nemendur eru hvattir til að vera í góðu sambandi við kennara sína í gegnum Innu eða tölvupóst.

Nemendum sem þurfa að koma í skólann er bent á að ferðaáætlun Strætó miðast ennþá við helgaráætlun (sjá Strætó.is). Nemendur eru hvattir til að skipuleggja ferðir sínar í samræmi við breytta áætlun.