Skilningur eykst á sjálfsmati

Undanfarin ár hefur FSu haldið úti sjálfsmatsverkefni þar sem markmiðið er að bæta skólastarfið. Reglulega eru kennarafundir haldnir í þessu samband og var einn slíkur í vikunni. Á sjálfsmatsfundum eru settar fram fullyrðingar um hin ýmsu svið skólastarfsins. Þessar fullyrðingar eru síðan ræddar og einkunnir gefnar með hliðsjón af því hvernig skólinn þykir standa sig í umræddu sviði. Þetta hljómar nokkuð flókið en skilst þó yfirleitt að lokum, ekki síst þegar Björgvin stendur sig vel í að túlka orð Þórarins aðstoðarskólameistara eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.