Skemmtilegt verkefni

Í áfanganum lífsleikni  á sérnámsbraut er verið að vinna með sjálfsmynd. Eitt verkefnið var að búa tll eiginleikatré.  Nemendur skrifuðu þá eiginleika og hæfileika sem þeir telja sig hafa og settu á græn laufblöð, eiginleika og hæfileika sem þeir telja sig ekki hafa, rauð laufblöð og eiginleikar/hæfileika sem þá langar til að hafa, gul laufblöð.

Útkoman var glæsileg og má vel sjá á grænu laufblöðunum alla þá eiginleika og hæfileika sem nemendur í hópnum hafa. Einnig eru mörg gul laufblöð sem sýnir að þeir hafa áhuga á að bæta sig á ýmsum sviðum.