Skáld í heimsókn

Steinunn Sigurðardóttir skáld heiðraði íslenskunemendur með nærveru sinni á haustdögum. Dagskráin hófst á því að nokkrir nemendur fluttu ljóð eftir Steinunni með stakri prýði. Síðan tók Steinunn við og spjallaði vítt og breytt  um líf sitt og störf. Skáldskapurinn spilaði stórt hlutverk í umfjölluninni .  Skemmtilegt var að hlusta á hana og heyrst hefur að mörg skúffuskáld séu á leiðinni upp úr skúffunni . Gerður var góður rómur að samkomu þessari.