Sjúkraliðanemendur flytja lokaverkefni

Nýlega fluttu 3 sjúkraliðanemar lokaverkefnin sín fyrir sjúkraliðanemum á fyrsta árí. Þar með hafa þær lokið sinu námi og útskrifast með láði 27. maí næstkomandi.
Elín Hafsteinsdóttir var með fyrirlestur um einhverfu, Kolbrún Bergman Gilsdóttir um Alzheimer og Kolbrún Ylfa Gissurardóttir um offitu. Allar stóðu þær sig með stakri prýði
Að ári munu þau sem eru að klára fyrra árið í sjúkraliðanum, standa í þeirra sporum og flytja lokaverkefni sín.
Kennari er Íris Þórðardóttir.
Á myndinni má sjá frá vinstir Írisi, kennari sjúkraliðagreina ásamt Kolbrúnu Ylfu Gissurardóttur, Elínu Hafsteinsdóttur og Kolbrúnu Bergman Gilsdóttur.