Sjálfsmatið metið

Miðvikudaginn 3. febrúar var kennarafundur helgaður sjálfsmati. Að þessu sinni ræddu vinnuhópar kennara um sjálfsmatsaðferðir skólans og hvernig þær hafa gefist. Einkum hefur verið stuðst við skoska aðferð sem á íslensku hefur hlotið nafnið Gæðagreinir. Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari hefur haft yfirumsjón með sjálfsmatinu þau ár sem það hefur staðið. Verður fróðlegt að sjá hverjar niðurstöður verða af þessu sjálfsmatsmati.