Sendin fjallganga

Þriðjudaginn 6. apríl fóru nemendur útivistaráfangans í fjallgöngu. Ferðinni var heitið á Vífilsfell og þangað var stefnt í upphafi. Eftir að ferðalangar tóku að fjúka um koll og nef og augu fylltust af sandi var ákveðið að snúa við og ganga frekar inn í Reykjadal við Hveragerði, í þeirri von að þar væri stætt. Ýmsir (þeir sem reyndu að tala saman) voru einnig með munninn fullann af sandi. Ástæðan var vindstrengur sem magnaðist upp í hávaðarok eftir því sem ofar var komið og sendi sandgusur yfir göngufólkið. Betra veður var í nágrenni Hveragerðis. Á myndinni sést til göngumanna hjálpast að við að halda jafnvægi í rokinu.