Samvinna milli deilda

Nemendur á sjúkraliðabraut og hárgreiðslubraut höfðu vistaskipti.
Nemendur á sjúkraliðabraut og hárgreiðslubraut höfðu vistaskipti.

Þriðjudaginn 22.okt höfðu nemendum á hárgreiðslubraut og sjúkraliðabraut vistaskipti.

Hárgreiðslunemar mættu í Iðu, þar sem Íris Þórðardóttir kennari sjúkraliðabrautar tók á móti  þeim og bauð þeim upp á líkamsbeitingarnámskeið. Þar var rætt  um afleiðingar rangrar líkamsbeitingar, við leik og störf. Rætt var um heilsuna, með áherslu á hvíld, hreyfingu og mataræði.

Sjúkraliðanemar fóru yfir í Hamar þar sem Arna Árnadóttir kennari hárgreiðsludeildar tók  á móti þeim og var með verklega kennslu í að setja rúllur í hár, notaðir voru  gínuhausar sem nemendur settu rúllur í með miklum glæsibrag.

Þetta var skemmtileg tilbreyting sem við kennarar brautarinnar teljum að sé skemmtileg og góð tilbreyting fyrir alla sem að koma, bæði kennara og nemendur.

 

Arna Árnadóttir, Hárgreiðslukennari.

Íris Þórðardóttir, Sjúkraliðakennari.