Samstarfsnefnd framhaldsskóla fundar

Örlygur Karlsson skólameistari sótti fund samstarfsnefndar framhaldsskólanna sem haldinn var mánudaginn 19. október. Á fundinum fór menntamálaráðherra yfir helstu mál sem á döfinni eru í framhaldsskólunum, m.a. innritun í framhaldskólana, fjárlagafrumvarp og innleiðingu nýrrar námskrár. Fjallað var um fjármál og niðurskurð á fjárlögum. Skólasamningar á grunni nýrra laga um framhaldsskóla voru ræddir. Einnig var fjallað var um áfangaskýrslu um innritun í framhaldsskóla sem var að birtast og sagt var frá vinnu við nýja námskrá.