Röndótt dimission

Á föstudagsmorguninn birtist herskari af háværum verum í tígrisdýralíki í skólanum. Þarna voru komnir verðandi útskriftarnemar að kveðja skólann, eða dimittera eins og það hefur löngum kallast. Tígrarnir sungu og trölluðu að venju, færðu völdum úrvalskennurum gjafir og þáðu kjötsúpu í boði skólans. Einnig frumsýndu þeir stuttmynd um mannfræðiúttekt sína á hinum frumstæða ættbálki kennara og hlýddu á lærimeistarana syngja Klárakvæðið.  Að heimsókn lokinni héldu klárarnir í óvissuferð og fer ekki frekari sögum af henni hér.