Rödd úr ráðuneyti

Þórir Ólafsson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og fyrrum skóalmeistari kom á kennarafund miðvikudaginn 8. september. Þar ræddi hann meðal annars um reynslu af gildandi innritunarreglum í framhaldsskóla, sem hann taldi í meginatriðum góða. Einnig ræddi hann stöðuna varðandi innleiðinguna svokölluðu, en ný námskrá á nú að taka gildi að fullu eigi síðar en árið 2015. Í tilfelli FSu er gildistökunni þó aðeins frestað til haustsins 2012.