Raungreinakennarar hittast í FSu

Tuttugu raungreinakennarar úr níu framhaldsskólum, þar af þrír frá FSu, hittust um helgina í fyrstu staðlotu Vettvangsnáms raungreinakennara.  Föstudeginum var eytt í gamla Kennaraháskólanum þar sem haldin voru erindi um námsmat. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, ræddi um leiðsagnarmat og Ester Ýr Jónsdóttir, kennari við FSu og umsjónarmaður námskeiðsins, fjallaði um námsmat verklegra æfinga.  Á laugardag hittist hópurinn  í FSu og hlustaði á Bolette Høeg Koch segja frá starfendarannsókn sinni um Þróun náttúrufræðikennslu í Þjórsárskóla.  Að loknu erindi Bolette skiptust kennarar í smærri hópa og unnu að eigin rannsóknaráætlun þar sem þeir eiga að vinna að starfendarannsókn í vetur.