Pöndur í heimsókn

Skólinn fylltist af syngjandi, kung-fu spriklandi Pöndum síðastliðinn föstudag. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á haustönn. Pöndurnar stigu dans og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þær sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð. Nú er próflestur tekinn við, en um 97 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann. Brautskráning haustannar fer fram föstudaginn 19. desember og hefst kl. 14. Myndina tók Örn Óskarsson, en fleiri myndir af dimmitöntum má finna á fésbókarsíðu skólans. https://www.facebook.com/fjolbrautaskolisudurlands?ref=hl