Plokkað og flokkað

Nemendur plokkuðu rusl í nágrenni skólans.
Nemendur plokkuðu rusl í nágrenni skólans.

Þann 13. apríl fóru nemendur í UMHV1SU05 út að plokka í nágrenni FSu. Nemendur hópuðu sig saman og létu hendur svo sannarlega standa fram úr ermum. Flestir létu sér nærumhverið duga og komu hróðug til baka með fulla poka af rusli sem að sjálfsögðu var svo flokkað úr í viðeigandi flokkunarhólf. Sumir gengu lengra, fóru um stærra svæði á Selfossi og einn hópurinn fór alla leið til Hveragerðis til að fegra umhverfið þar líka. Vel gert hjá þessum nemendum sem mega vera ánægð með dagsverkið sitt!