Plokkað í blíðunni

Nemendur drifu sig út að plokka í stað þess að skokka.
Nemendur drifu sig út að plokka í stað þess að skokka.

Síðastliðinn sunnudag var alþjóðlegur Dagur Jarðar. Í góða veðrinu sem fylgdi í kjölfarið fóru nokkrir nemendur  ásamt Sverri íþróttakennara út að plokka.  Plokk snýst um að fara út að ganga eða skokka og tína rusl í leiðinni.  Að þessu sinni var ákveðið að sleppa skokkinu en einbeita sér ákveðið að ruslatínslunni.  Ægir Sigurðsson, ergókennari, fór einnig út í plokkleiðangur með nemendur.