Páskasýning á bókasafninu

Í tilefni bókasafnsdagsins 14. apríl stendur nú yfir sýning í stiga Jónasar á íslenskum ljóðum sem fjalla um páskana. Bókasafnsdagurinn er haldinn að frumkvæði Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við íslensk bókasöfn. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar og á bókasafni FSu er m.a. rík áhersla lögð á að efla sjálfstæði nemenda við upplýsingaöflun. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á. Bókasöfn eru heilsulind hugans.