Óvissuferð í Flóann

30. apríl sl. fór hópur brottfarenda af starfsbraut ásamt fylgdarliði í skemmtiferð um Flóann í tilefni af væntanlegri útskrift. Komið var við á sjúkra- og þrekþjálfunarmiðstöð fyrir hesta að Hólaborg í gamla Gaulverjabæjarhreppi, farið á veiðisafnið á Stokkseyri og endað með sameiginlegu borðhaldi á veitingastað á Selfossi. Allir voru við góða heilsu og skemmtu sér vel í ferðinni.