Öruggir húsasmíðanemar

Nýnemar á húsasmíðabraut FSu við afhendingu á vinnufatnaði frá Umboðsaðila Snicers og Timberland á Í…
Nýnemar á húsasmíðabraut FSu við afhendingu á vinnufatnaði frá Umboðsaðila Snicers og Timberland á Íslandi, BYKO og FSu. Brosmildir nemendur ásamt kennara sínum Óskari G., Gunnari Bjarka rekstrarstjóra BYKO á Selfossi og Þórhalli fulltrúa Haga ehf.

Nýnemar á húsasmíðabraut fengu nýverið afhentan öryggisfatnaðar sem innifelur,  öryggisskó, vinnubuxur, pólóbol, úlpu, smíðavesti, öryggishjálm, heyrnahlífar og gleraugu, einnig fengu þeir handsög frá Honeywell, hníf og hanska við sama tækifæri.  Nemendur þátt í kaupunum og greiða krónur 19.000 fyrir allan pakkann.  Þetta er í annað sinn sem nemendur fá alklæðnað við upphaf náms á húsasmíðabraut, samstarfið við BYKO og Haga ehf. hefur verið mjög ánægjulegt og styrkt allt öryggisstarf í skólanum.  Í dag er nánast undantekning ef nemendur eru ekki með heyrnahlífar og gleraugu þegar verið er að vinna við vélar.  Þegar nemendur fara í heimsókn á vinnusvæði fyrirtækja á Selfossi, eru allir nemendur með hjálm sem og þegar þeir eru að vinna við timburhúsið sem er hluti af verkefnum þriðja og fjórðu annar.  Allir, nemendur og kennarar hafa leyfi til að gera athugasemd ef fyllsta öryggis er ekki gætt við vinnu eins og notkun persónuhlífa.  Á þriðju önn er svo námskeið um notkun persónuhlífa, öryggisbeltis, eldvarna og fleiri þátta.