Okkar Everest

Nemendur í fjallgönguáfanga gengu nýverið á Eyjafjallajökul.
Nemendur í fjallgönguáfanga gengu nýverið á Eyjafjallajökul.

Þriðjudaginn 27. apríl gengu nokkrir nemendur ásamt kennurum á Eyjafjallajökul.  Farið var með rútu að Seljavöllum, þaðan sem gengið var á topp jökulsins.  Undir jöklinum er eldkeila sem gaus síðast árið 2010.  Fjallið er eitt af hæstu fjöllum Suðurlands, 1666m hátt og reynir á líkamlegt og andlegt þol göngumanna.  Hluta af leiðinni var gengið í línu, en það er mikilvægt öryggisatriði þegar gengið er yfir sprungusvæði eins og oft má finna á jöklum.  Að lokinni göngu fundu einhverjir fyrir þreytu og einhver eymsli gerðu vart við sig, en umfram allt voru allir glaðir og ánægðir með sjálfa sig og afrekið.  Nemendur stóðu sig eins og hetjur og voru sjálfum sér og skólanum sínum til sóma.