Nýtt útlit í nóvember

HÁR1S2/HÁR3S2  er skemmtilegur valáfangi  þar sem hárgreiðsla og annað tengt úliti er aðalmálið.  Í vetur ætla nemendur að velja einn kennara í mánuði og breyta úliti hans.  Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist mikilvægi þess að klipping hæfi andlitsfalli viðkomandi og að valin litatónn hæfi húðlit.  Kennari framkvæmir gjörninginn, en nemendur aðstoða og koma með hugmyndir. 

Hér kynnum við Hrefnu Clausen, frönskukennara, sem var hármódel nóvembermánaðar. Við byrjuðum á að hreinsa gamla alltof dökkan litinn úr hárinu. Því næst fékk hún súkkulaðibrúnan tón í rót og þrjá hlýja tóna í strípum til að mýkja hana og fá roða í kinnarnar. Svo var ákveðið að klippa hana og gera æðislega stælklippingu sem undirstrikar fegurð hennar og frískleika. Myndirnar sýna módelið fyrir og eftir klippingu.