Nýr aðstoðarskólameistari

Sigursveinn Sigurðsson, nýráðinn aðstoðarskólameistari.
Sigursveinn Sigurðsson, nýráðinn aðstoðarskólameistari.

Sigursveinn Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu aðstoðarskólameistara FSu. Sigursveinn tekur við af Þórarni Ingólfssyni sem starfað hefur í skólanum frá upphafi eða í 39 ár, en hann lætur af störfum á vordögum.

Níu aðrir umsækjendur sóttu um stöðuna. Ráðningin var unnin í samvinnu við ráðgjafa frá Capacent og fjármálastjóri og formaður skólanefndar tóku þátt í ráðningarferlinu og viðtölum.

Sigursveinn hefur starfað við FSu frá árinu 2006 og hefur kennt spænsku og ergó auk þess sem hann hefur verið sviðsstjóri frá árinu 2014. Hann starfaði sem skólameistari í afleysingum skólaárið 2018-2019.

Hann tekur til starfa frá og með 1. ágúst.