Nýnemadagur - skóli hefst

Nýtt skólaár er hafið af fullum krafti og á miðvikudag fylltist skólinn af kraftmiklum hópi nýnema sem tóku þátt í nýnemadegi. Á þessum degi mæta eingöngu nýnemar til leiks, þeir fá kynningu á innviðum, innra starfi og skipulagi skólans. Að auki taka þeir þátt í ratleik sem skipulagður er af stjórn nemendafélagsins og fá kynningu á starfi nemendaráðs. Á myndinni má sjá fulltrúa nemendafélagsins kynna sig og þá viðburði sem eru á dagskrá á haustönn.