NÝNEMADAGUR OG NÝ VEGFERÐ

Skólahald í FSu er komið á fullt skrið. Mestur fjöldi nýnema frá stofnun skólans fyllir nú kennslustofurnar og rýmið í Loftsölum. Nýnemadagur var haldin hátíðlegur miðvikudaginn 17. ágúst undir yfirstjórn Guðbjargar Grímsdóttur íslensku- og bragakennara. Á þeim degi eru nýir nemendur leiddir í gegnum skólann eftir ákveðnu skipulagi í svokallaðri stöðvarvinnu. Í upphafi býður skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttur nemendur velkomna en að því loknu fara nemendur á stöðvarnar sem eru fimm talsins.

Á hverri þeirra hitta þau kennara og starfsfólk með sérþekkingu á sínu sviði. Á einni er stundatöflu og mætingakerfi skólans kynnt auk INNU sem er miðlægur gagnagrunnur allra framhaldsskóla í landinu. Á annarri er farið í gegnum starfsemi og hlutverk bókasafns og skrifstofu. Á þeirri þriðju taka námsráðgjafar skólans við og kynna fjölbreytta starfsemi sína. Á þeirri fjórðu fer fram tölvukynning sem leiðir þau inn í notkun fartölva og síma. Á fimmtu stöðinni eru nemendur kynntir fyrir starfsemi og mikilvægi nemendafélagsins. Þá er rölt um húsakynnin í Odda, Hamri og Iðu og endað á heilsubætandi fæði í mötuneyti skólans. Nýnemadagur er alltaf fagnaðardagur í FSu því hann markar upphafið að nýrri vegferð.

jöz.