Nýjar tölvur á Litla Hrauni

Nýlega bættust fjórar fartölvur af gerðinni Lenovo ThinkPad við búnað deildarinnar á Litla-Hrauni og aðrar fjórar verða tilbúnar til notkunar þegar starfsemin færist úr Bitru yfir á Sogn. Þetta eru ágætlega öflugar vélar sem keyra á Windows 7 og munu á næstu önn allar verða með Office 2010-pakkanum. Á myndinni, sem er frá árinu 2004, má sjá þegar forverar fartölvanna voru settar upp. Þær hafa sumar hverjar þjónað dyggilega í hartnær átta ár og tvær þeirra verða áfram í einhverri notkun. Einnig glittir á myndinni í kennslustjórann á Litla- Hrauni, Inga S. Ingason.