Ný skólanefnd

 

Fyrsti fundur nýrrar skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands var haldinn 5. febrúar 2009. Ný skólanefnd er skipuð þeim Ara B. Thorarensen, Eydísi Þ. Indriðadóttur, Eyþóri H. Ólafssyni, Jóni Hjartarsyni og Sveini Pálssyni. Á þennan fyrsta fund mætti einn varamaður, þ.e. Ingvar Pétur Guðbjörnsson, í stað Eyþórs H Ólafssonar sem átti ekki heimangengt.

Fyrsta verk skólanefndarinnar var að velja sér formann og var Ari B. Thorarensen samhljóða kosinn formaður skólanefndar FSu. Örlygur skólameistari útskýrði og fór í grófum dráttum yfir verksvið skólanefnda og breytingar sem orðið hafa vegna nýrra framhaldsskólalaga. Á fundinum var einnig farið yfir ýmis mál sem tengjast skólastarfinu og því helsta sem framundan er á þeim vettvangi.

Síðasti fundur gömlu skólanefndarinnar var haldinn 15. desember 2008. Fjórir af fimm nefndarGamla skólanefndinmönnum í nefndinni létu þá af störfum. Það eru Aldís Hafsteinsdóttir formaður, Helga Þorbergsdóttir, Kristján Einarsson og Valtýr Valtýsson, en auk þeirra sat Ari B. Thorarensen í nefndinni. Aldís var formaður skólanefndarinnar í sex ár.