Norsk heimsókn

Föstudaginn  10. desember  heimsóttu 11 kennarar frá Asker videregående skole Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þetta er framhaldsskóli er leggur mikla áherslu á íþróttir. Lárus Bragason alþjóðafulltrúi og Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari tóku á móti hópnum og fóru rækilega yfir starfsemi FSu. Norðmennirnir sýndu mikinn áhuga og spurðu margs. Einar Guðmundsson aðstoðarskólastjóri Vallaskóla fór almennt yfir handboltaþjálfun á Íslandi en árangur íslenska handboltalandsliðsins vekur alheimsathygli. Að loknum fyrirlestri Einars kynntu Norðmennirnir sinn skóla. Eftir þetta hélt hópurinn út í Iðu hvar fylgst var með handboltaæfingum. Þeir sem vilja kynna sér norska skólann geta skoðað heimasíðu hans hér.