Norður og austur mætast

Norður og austur mætast - fallegir búningar eftir nemendur í hönnuardeild FSu.
Norður og austur mætast - fallegir búningar eftir nemendur í hönnuardeild FSu.

Nemendasýningin "Norður og austur mætast" er nú að verða tilbúin fyrir útskriftarathöfn í FSu, laugardaginn 26. maí næstkomandi. Þarna leiða saman hesta sína nemendur úr tveimur áföngum í Hönnunardeild FSu. 

Andstæður heilla, er fullyrðing sem oft kemur fram í hönnunarheimi. Hér má upplifa gjörólíka búninga í fullri stærð, annars vegar eftir skiptinema í Japan og hinsvegar virkan félaga í víkingafélaginu Rimmugýgi.

 Það sem einnig er óvenjulegt við sýningu nemenda í hönnun og textíl að þessu sinni er að þar koma fram þverfagleg verkefni eins nemanda, það er textíll, málm- og trésmíði!

Kennari áfangans er Helga Jóhannesdóttir, fata- og textílhönnuður.