Nemendur kynna áhugasvið sín

Undanfarið hafa nemendur í lífsleikni haldið opnar kynningar á áhugamálum sínum. Á þessum kynningum stilla nemendur upp básum eða svæðum með upplýsingum og munum sem tengjast helsta áhugasviði þeirra og sitja svo fyrir svörum. Öllum skólanum er boðið að koma, skoða og fræðast. 
 
Í gær voru það nemendur í LKN hópi 3 sem kynntu hugðarefni sín og voru kynningar. M.a. höfðu þeir Jakob Burgel, Sigþór Jóhannsson og Sveinn Ægir Birgisson fengið lánaða raunverulega kjörklefa og -kassa í Ráðhúsi Árborgar, til að kynna áhuga sinn á stjórnmálum og sýna ungu fólki hvernig maður gengur til kosninga. Starfsmenn sveitarfélagsins voru hinir liðlegustu, tóku vel í fyrirspurnina og hjálpuðu strákunum að koma klefunum fyrir og kunna þeir þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina.
 
Auk þeirra kynntu nemendur í hópnum fjölbreytt áhugamál á borð við ferðalög, bíla, landbúnaðarvélar, tónlist, forritun, teikningu, ritlist, bakstur og fatasaum. Kennarar í áfanganum eru Ragnheiður Eiríksdóttir og Fríða Garðarsdóttir.