Nemendur í FSu í verkefnavinnu á Kanaríeyjum

Nemendur FSu vinna að fjölbreyttum verkefnum, svo vægt sé að orði komist.  Þessa vikuna eru þrír nemendur með tveimur kennurum staddir á Kanaríeyjum við verkefnavinnu í Comeniusarverkefninu SUSI (Sustainable Islands).   Fyrsta verkefnadaginn plöntuðu þau trjám í samvinnu við nemendur frá Sardiníu, Tercera, Kýpur, Grand Canary og  Marie Galante. {youtube}KKT0r-pmdfw{/youtube}Í beinu framhaldi var farið niður að strönd þar sem sex sæskjaldbökum var sleppt aftur til sjávar eftir endurhæfingu. Algengt er að sæskjaldbökum sé bjargað nær dauða en lífi eftir að hafa flækst í netum, étið plast eða lent í öðrum hremmingum. {youtube}dwPVC2FgvtM{/youtube}Nemendurnir sem sjást hér á myndbandinu bera sæskjalbökurnar niður að ströndinni eru Stefanía Ásta Davíðsdóttir,  Agnes Rut Arndal Erlingsdóttir og Jakob H. P. Burgel Ingvarsson.  Með þeim í ferðinni eru kennararnir Ólafur Einarsson líffræðikennari og Helgi Hermannsson félagsfræðikennari.