Nemendur fara í leikhús

Það er hollt og gaman að fara í leikhús.
Það er hollt og gaman að fara í leikhús.

Að fara með nemendur í leikhús er nauðsynlegur þáttur í námi þeirra. Slíkt hefur tíðkast í FSu um áratugaskeið og alltaf gert að frumkvæði einstakra kennara. Á síðustu önn fór tæplega 50 nemenda hópur í hinum ýmsu íslenskuáföngum að sjá Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson sem Borgarleikhúsið sýndi og nú nýlega fóru tveir hópar í leikhús með stuttu millibili. Annar hópurinn að frumkvæði Guðfinnu Gunnarsdóttur leiklistar- og enskukennara í Borgarleikhúsið að sjá Sýninguna sem klikkar og hinn undir stjórn Jóns Özurar Snorrasonar í Þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn Slá í gegn. Stóru atvinnuleikhúsin í Reykjavík bjóða framhaldsskólanemendum tæplega helmings afslátt af verði miða í þeim tilgangi að fá þau í leikhúsið og búa til nýjar kynslóðir áhorfenda. Leikhúsferðir þroska nemendur og mennta og gera kennara þeirra ekki síður hamingjusamari.