Nemendafélagsfréttir

Síðastliðin önn var ekki eins og annir eru flestar. Heimsfaraldur og samkomubann settu strik í reikninginn varðandi skipulag viðburða hjá Nemendafélagi FSu. Þó tókst að gera það besta úr ástandinu. ClubDub mættu í miðvikudagsgat í september sem kom í stað nýnemakvölds. Einnig voru gómsætar vöfflur í boði Nemó handa nýnemunum. Söngkeppni framhaldsskólana fór svo fram í beinni útsendingu þann 26. september þar sem Íris Arna, Gígja Marín og hljómsveitin No Sleep tóku þátt fyrir hönd FSu. Íþróttanefndinni tókst að vera með uppbrot í miðvikudagsgötum þar sem meðal annars var farið í skæri- blað-steinn keppni, limbókeppni og ís í boði. Kosningar til formanns nýnema fór fram í september og hlaut Benedikt Snær Tómasson titilinn. Hlaðvarp NFSu hóf einnig göngu sína og hafa fimm þættir verið gefnir út. Í þættina hafa mætt góðir gestir og mælum við eindregið með að hlusta. Skólablaðið Nota Bene hóf göngu sína á ný með nýju sniði og búast má við nýju efni þaðan á næstunni. FSu tók einnig þátt í Gettu Betur.  Í liðinu voru Ásthildur Rangarsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Hlynur Héðinsson, Stefán Hannesson þjálfaði. Nemendafélagið seldi grímur með merki FSu og vel var tekið við þeim. Nýjast er þó lag Sælunnar sem ber nafnið Suðurlandins Bestu og hægt er að hlusta á það á Spotify eða horfa á myndband við lagið á YouTube. Samhliða útgáfu lagsins var Sælan einnig með gjafaleik á samfélagsmiðlinum Instagram. Nemendaráðið skipuleggur núna viðburði sem með batnandi samkomureglum verður vonandi hægt að halda. Búast má við myndböndum á næstunni frá myndbandanefndinni og öðru skemmtilegu.

Kveðja, Nemó.