Námskeið um námskrárgerð

Á  föstudag og laugardag 23. og 24. janúar fóru þau Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari og Ása Nanna Mikkelsen áfangastjóri á námskeið um námskrárgerð. Þar var fjallað um ýmis mál tengd nýjum framhaldsskólalögum og innleiðingu þeirra. Þarna voru samankomnir stjórnendur og kennarar úr flestum framhaldsskólum landsins. Fjallað var um hæfnihugtakið sem grunn að námskrárgerð og tengsl hæfniviðmiða, náms- og kennsluaðferða og námsmats. Hægt er að nálgast fyrirlestra námskeiðsins á  heimasíðu menntamálaráðuneytisins.