Námskeið í upprúlli, túberingu og úrgreiðslu

Nemendur á sjúkraliðabraut læra að setja rúllur í hár.
Nemendur á sjúkraliðabraut læra að setja rúllur í hár.

Á dögunum mættu nemendur á sjúkraliðabraut í hárdeildina á örnámskeið í hárgreiðslu. Þar lærðu þau undirstöðuatriði í upprúlli, túberingu og úrgreiðslu. Nemendur notuðu dúkkuhausa og fengu sýnikennslu. Markmið námskeiðsins var að undirbúa nemendur í að þjónusta framtíðar skjólstæðinga sína. Nemendur sýndu verkefninu mikinn áhuga og stóðu sig með mikilli prýði.