Námskeið í Olweusi

Föstudaginn 3. september sóttu Agnes Ósk Snorradóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir verkefnisstjóranámskeið í Olweusarverkefninu gegn einelti sem haldið var í Vallaskóla Selfossi og í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á námskeiðinu kynntu stöllurnar þróun verkefnisins í FSu en skólinn er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem nýtir verkfærakistu Olweusar til að bæta skólabrag og vinna gegn einelti og andfélagslegu atferli. Allir starfsmenn og nemendur FSu taka virkan þátt í innleiðingu og þróun verkefnisins sem gengur undir nafninu Skólinn í okkar höndum. Verkefnið miðar að heilbrigðri sál í hraustum líkama og uppbyggjandi samskiptum; hlúð er að hverjum einstaklingi fyrir sig um leið og hugað er að heildinni. Hver einstaklingur skiptir máli og saman skapa þeir samfélag. Á myndinni má sjá þátttakendur í verkefnisstjóranámskeiðinu ásamt námskeiðshöldurum, Þorláki Helgasyni og Sigrúnu Ágústsdóttur.