Mýrdælir í heimsókn

Á miðvikudaginn fengum við góða gesti í FSu er nemendur og einn kennari úr 10. bekk grunnskólans í Vík í Mýrdal komu í heimsókn. Agnes Ósk náms- og starfsráðgjafi og Bjarni Rúnarsson formaður nemendaráðs tóku á móti hópnum og kynntu fyrir honum það sem skólinn hefur upp á að bjóða í leik og starfi. Heimsókninni lauk með því að Agnes sýndi húsnæði skólans og héldu Skaftfellingar áfram ferð sinni með bros á vör.