Myndlistasýning

Nemendur i SJL 203 settu nýlega upp sýningar á verkum sínum úr áfanganum á 3. hæð skólans. Nemendur völdu eina mynd eða fleiri, hengdu upp í skólanum eða settu á netið. Þeir gerðu líka auglýsingar til að vekja athygli á sýningunum. Kennarinn fékk svo eitt boðskort á hverja sýningu, en kynningarhlutinn er liður í því að kenna nemendum hvernig á að koma verkum sínum á framfæri. Á myndunum má sjá sýnishorn af þeim verkum sem eru á sýningunni. myndlist2