Myndlist og menning í Reykjavík

Nemendur í Listum og menningu fór í menningarheimsókn á Reykjavíkursvæðið þriðjudaginn 4. 11. Fyrsta heimsóknin var á Kjarvalsstaði þar sem sænskur myndlistarmaður, Andreas Eriksson, sýndi fjölbreytileg, sterk verk sín og hafði hann auk þess verið ráðinn sem sýningarstjóri á verkum Kjarvals, sem hann blandaði inn á milli sinna eigin verka. Næst var farið í Hafnarfjörð (sjá meðfylgjandi myndir) þar sem ungir íslenskir, litaglaðir málarar sýndu verk sín. Þessi bjarta sýning var gerólík sýningunni á Kjarvalsstöðum sem er með fremur dökku yfirbragði. Að lokum var farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem skoðuð voru verk íslenskra listamanna sem voru að störfum í kringum árið 1970. Það sem var semeiginlegt á þessum þrem stöðum var hvað móttökur og fyrirlestrar starfsfólks voru til fyrirmyndar. Kennari hópsins er Árni Blandon.