Morfís í kvöld!

Lið FSu keppir við lið Menntaskólans á Ísafirði í kvöld í 16 liða úrslitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Keppnin fer fram í sal skólans og hefst kl. 20. Umræðuefnið er ofurhetjur og er lið FSu að tala gegn efninu, á móti ofurhetjum.

Lið FSU skipa:

Liðsstjóri: Dóróthea Ármann
Frummælandi: Elsa Margrét Jónasdóttir
Meðmælandi: Ívar Máni Garðarsson
Stuðningsmaður: Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir

Þjálfari er Símon Geir Geirsson.

Formaður málfundarfélags FSu er Adam Smári Ólafsson.

Við hvetjum alla til að kíkja á keppnina og styðja okkar lið. Áfram FSu!