Miðbær heimsóttur

Nemendur á húsasmíðabraut skoða nýja
Nemendur á húsasmíðabraut skoða nýja "gamla" mjólkurbúið.

Nemendur í inniklæðningu (NNK2HH05) heimsóttu nýverið JÁ verk og skoðuðu byggingar í nýjum miðbæ hér á Selfossi.  Þar tóku þeir Guðjón Þórisson og Sævar Sverrisson á móti hópnum og fræddu nemendur um húsin. Margt fróðlegt var skoðað, þar á meðal mismunandi klæðningar úti og inni, frágang á rakavörn, hljóðeinangrun veggja og glers, loftþéttipróf húsa, nýja tegund milliveggja, mikilvægi góðrar umgengi á byggingarstað, út á hvað Svansvottun gengur og margt, margt fleira.  Nemendur voru mjög ánægðir með virkilega góða og fróðlega heimsókn um nýja miðbæinn.