Metfjöldi skráður í FSu næsta haust

Í haust verður metfjöldi í dagskólanum, rúmlega 1000 nemendur. Það er fjölgun um 40 nemendur frá því haustið 2024. Útlit er fyrir að ríflega 1200 nemendur stundi nám í  FSu næsta haust, að garðyrkjuskólanum og kvöldskóla meðtöldum. Að auki verða nemendur á Litla Hrauni & Sogni og grunnskólanemendur í fjarnámi. Þau eru ekki inni í þessari tölu.

Skólinn hefur innritað um 280 nýnema sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Nýnemar og foreldrar/forráðamenn hafa fengið tölvupóst með ýmsum hagnýtum upplýsingum um innritunargjöld og skólabyrjun í haust. Það er spennandi haust í vændum.